
Um okkur
Consensa veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði opinberra innkaupa með það að leiðarljósi að vera traustur samstarfsaðili sem viðskiptavinir okkar geta ávallt leitað til. Við veitum viðskiptavinum okkar innkauparáðgjöf og innkaupaþjónustu og tökum að okkur framkvæmd útboða, óháð tegund innkaupa.
​
Þegar við aðstoðum opinbera aðila, tryggjum við að farið sé að lögum um opinber innkaup á öllum stigum innkaupaferilsins og leggjum áherslu á að samningar sem taka við að loknu innkaupaferli séu vandaðir og skýrir.
​
Þegar við aðstoðum fyrirtæki og bjóðendur, í tengslum við þátttöku þeirra í opinberu innkaupaferli, göngum við úr skugga um að innkaupaferlið og ákvarðanir kaupanda samræmist lögum um opinber innkaup. Við aðstoðum bjóðendur við að leita réttar síns ef mistök kaupenda hafa áhrif á niðurstöðu innkaupaferilsins. Þegar kemur að þátttöku í opinberu innkaupaferli er mikilvægt að bjóðendur leggi fram fyrirspurnir og óski skýringa þegar ástæður eru til þess og að hratt sé brugðist við ákvörðunum sem eru í ósamræmi við ákvæði laga um opinber innkaup.
Hjá okkur starfa sérfræðingar með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu i opinberum innkaupum. Við höfum séð um framkvæmd útboða fyrir fjölmörg sveitarfélög og stofnanir og erum leiðandi á Íslandi á sviði opinberra innkaupa. Sérfræðingar Consensa eru vottaðir af EIPA.
​
Markmið Consensa er að veita framúrskarandi þjónustu. Við leitumst við að ná árangri í störfum okkar með snerpu og frumkvæði. Við nálgumst verkefni okkar af virðingu og leggjum ríka áherslu á að starfa af heiðarleika og gæta trúnaðar gagnvart viðskiptavinum okkar.
​
​
​
​
​
​
