
Innkaupaþjónusta eins og hún á að vera

Consensa veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði opinberra innkaupa með það að leiðarljósi að vera traustur samstarfsaðili sem viðskiptavinir okkar geta ávallt leitað til. Við veitum viðskiptavinum okkar innkauparáðgjöf og innkaupaþjónustu og tökum að okkur framkvæmd útboða, óháð tegund innkaupa.
Innkaupaþjónusta & ráðgjöf
Innkaupaþjónusta og ráðgjöf
Við veitum viðskiptavinum okkar innkauparáðgjöf og innkaupaþjónustu og tökum að okkur framkvæmd útboða, óháð tegund innkaupa.
Aðstoð við bjóðendur
Við aðstoðum bjóðendur í tengslum við þátttöku þeirra í opinberum innkaupaferlum og aðstoðum bjóðendur við að skjóta ágreiningsmálum til kærunefndar útboðsmála.
Virk Samningsstjórnun
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á virka samnings-stjórnun sem er sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar og tekur mið af eðli og umfang samnings.
Lög og reglugerðir um opinber innkaup eru í ýmsum atriðum bæði ítarlegar og flóknar. Brot á reglum um opinber innkaup geta haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir bæði kaupendur og bjóðendur. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er kaupandi skaðabótaskyldur vegan þess tjóns sem brot á lögunum hefur í för með sér fyrir fyrirtæki.
Hjá okkur starfa sérfræðingar með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í opinberum innkauparétti og útboðsgerð. Við veitum fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum alhliða innkaupaþjónustu og lögfræðiráðgjöf.

Umsagnir viðskiptavina
Rafrænt innkaupaferli
Hjá Consensa fara öll útboð fram með rafrænum hætti í gegnum útboðskerfið Tendsign. Tendsign er veflægt og notendavænt útboðskerfi sem er öllum bjóðendum aðgengilegt á endurgjalds. Í útboðskerfinu er hægt að nálgast öll útboðsgögn, skoða breytingar, senda fyrirspurnir og skila inn tilboðum.

ENGIN ÞÖRF Á OPNUNARFUNDUM
Engin þörf er á fjölmennum opnunarfundum í útboðum sem fara fram með rafrænum aðferðum í gegnum útboðskerfi. Það leiðir til mikils tímasparnaðar fyrir alla
aðila útboðsins og kemur í veg fyrir
smithættu vegna Covid-19.

HVENÆR SEM ER
Frestur til að skila inn tilboðum getur verið alla tíma sólarhringsins og alla daga ársins. Bjóðendur geta, með einföldum hætti, sent inn tilboð, breytt tilboði eða afturkallað tilboð hvenær sem er á tilboðstíma.

ÖRUGGARA INNKAUPAFERLI
Rafrænt útboðskerfi dregur úr hættu á mistökum í innkaupaferlinu og eykur gagnsæi. Bjóðendur geta sent inn tilboð með góðum fyrirvara og kerfið sér til þess að tilboð bjóðenda verða útboðs-aðilum ekki sýnileg fyrr en eftir að tilboðsfresti er lokið.

HAGKVÆMUR VALKOSTUR
Með rafrænu útboðskerfi er komið í veg fyrir það að bjóðendur þurfi að prenta út öll útboðsgögn í tvíriti og þurfi að sjá til þess að þau sé afhent á réttum stað og á réttum tíma. Rafrænt útboðskerfi sparar sporin og dregur verulega úr umsýslukostnaði fyrir alla aðila útboðsins.

EINFALT AÐ TAKA ÞÁTT
Aðgangur bjóðenda að útboðs-kerfinu er án endurgjalds. Skráningarferlið er einfalt og auðvelt er að taka þátt og senda inn tilboð. Í útboðskerfinu er hægt að nálgast öll útboðsgögn, senda fyrirspurnir og skila inn tilboðum.

STYTTRA ÚTBOÐSFERLI
Heimilt er að stytta tilboðstíma þegar innkaupaferli fer fram með rafrænum hætti í gegnum rafrænt útboðskerfi. Gagna-framsetning er skilvirkari og úrvinnsla og mat tilboða er einfaldari sem leiðir til mikils tíma sparnaðar fyrir alla aðila útboðsins.