top of page

Samningsstjórnun

Þegar kemur að innkaupum opinberra aðila er mikilvægt að vel sé staðið að framkvæmd þeirra, þannig að tryggt sé að sjálft innkaupaferlið sé í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup og að samningur sá sem tekur við að loknu innkaupaferli sé vandaður og skýr.


Þá er virk samningsstjórnun á samningstíma ekkert síður mikilvæg. Ef hún er ófullnægjandi er hætta á því að ávinningur þess að vel var staðið að undirbúningi innkaupa og gerð samningsskilmála skili kaupanda, eftir allt, litlum sem engum ávinningi.

​

Með virkri samningsstjórnun er m.a. tryggt að:

​

  • Skyldum samningsaðila sé framfylgt,

  • gæði séu í samræmi við ákvæði samnings,

  • endurgjald sé í samræmi við ákvæði samnings,

  • breytingar á endurgjaldi séu í samræmi við ákvæði samnings,

  • samskipti samningsaðila séu tryggilega skjalfest,

  • eftirlit samkvæmt samningi sé framfylgt,

  • brugðist sé við vanefndum á viðeigandi hátt,

  • komið sé í veg fyrir að umsamin vanefndaúrræði glatist,

  • rétt sé staðið að breytingum á samningi,

  • rétt sé staðið að tilkynningum í tengslum við breytingar á samningi,

  • faglega sé staðið að undirbúningi samningsloka.

​

Lög og reglugerðir um opinber innkaup eru í ýmsum atriðum bæði ítarlegar og flóknar og afmarkast ekki við sjálft innkaupaferlið, heldur ná einnig til framkvæmdar samninga á gildistíma þeirra. Brot á reglum um opinber innkaup geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir kaupendur. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er kaupandi skaðabótaskyldur vegna þess tjóns sem brot á lögunum getur haft í för með sér fyrir fyrirtæki.

 

Consensa býður viðskiptavinum sínum upp á virka samningsstjórnun sem er sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar og tekur mið af eðli og umfangi samnings hverju sinni.

Consensa logo

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • LinkedIn
Eipa verification logo

Hafðu samband

Consensa ehf.
Kt.: 690607-1310
Laugavegur 27a, 101 Reykjavík

Sími: +354 650 5040
Netfang: consensa@consensa.is

Allur réttur áskilinn © Consensa 2019 – 2025

bottom of page